top of page
Heklufrímerki 

 

Þann 3. Desember, 1948 gaf Póst- og símamálastofnunin út sjö frímerki til að minnast þess, að 29. mars 1947 hófst mikið gos í eldfjallinu Heklu eftir rúmlega aldarhlé. 
Hekla hefur verið víðfrægasta eldfjall Íslands um aldir. 
Íslensk póstyfirvöld sáu hér ágætt tækifæri til að minna bæði á Heklu og eins land og þjóð með útgáfu almennra frímerkja með myndum frá gosinu. 

 

Frímerki þessi teiknaði Stefán Jónsson arkitekt eftir ljósmyndum.

 

Verkið er prentað á 40x50cm hágæða off-white 220gr pappír. Hægt er að kaupa verkið upprúllað í hólk eða í tvennskonar viðarrömmum annars vegar svartan 40x50 cm Nielsen Quadrum og 40x50cm Nielsen Scandic úr eyk, rammarnir er með glampafríu gleri ásamt 70% sólarvörn.

Hekla 1947

9.900krPrice
    bottom of page